Erlent

Þrjú tonn af hassi

Getty Images

Holland er heimsþekkt fyrir væga löggjöf þegar kemur að hassreykingum - þar er auðvelt að kveikja sér í pípu án þess að lenda í vanda gagnvart yfirvöldum. Eðli málsins samkvæmt hefur það mikil áhrif á það magn sem neytt er í landinu. Í öllu falli hafa lögreglumenn í Hollandi nýverið lagt hald á þrjú tonn af hassi í lestarvagni á leið til Amsterdam.

Lögreglan brenndi hassið og gætti þess vel að enginn kæmist nálægt á meðan, enda má gera ráð fyrir því að vímusæknir hefðu getað fengið sitthvað út úr því. Spurning hvort lögreglumennirnir sjálfir stóðu réttu megin við vindáttina þegar hassið var brennt og þá aftur hvoru megin er réttu megin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×