Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2007 12:31 Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki. Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki.
Innlent Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira