„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44