Tveggja barna móðir húðskammar Dag og Sólveigu Önnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2020 14:25 Ásdís Gunnarsdóttir er orðin leið á verkfallinu og ekki síst hegðun Sólveigar Önnu og Dags B. Eggertssonar undanfarið. Þau láti ekki eins og fullorðið fólk. Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur. Hún sé bálreið yfir ástandinu þessa dagana. Má telja líklegt að Ásdís sé ekki ein á báti en hún er á meðal borgara sem finna verulega fyrir ótímabundnu verkfalli starfsmanna Reykjavíkurborgar hjá Eflingu. Hún er verulega ósátt við framtaksleysi beggja aðila en ekki hefur verið fundað í átta daga. Eðlilegt væri að funda allan sólarhringinn þangað til niðurstaða náist. „Nú verð ég bara að segja eitthvað.. ég er svo reið yfir ástandinu þessa dagana, ég er reið út í Reykjavíkurborg og ég er reið út í Eflingu,“ segir Ásdís í opnu bréfi til Dags og Sólveigar Önnu á Facebook. Óbærilegt ástand fimm ára dóttur Hún lýsir stöðu sinni. Hún eigi fimm ára dóttur með fötlun og eins og hálfs árs dreng. Þau hafi að langstærstum hluta verið heima vegna verkfalla á leikskólum undanfarnar vikur. Drengurinn ungi eigi erfitt með rótið eins og flest börn en ástand fimm ára dótturinnar sem er með fötlun sé óbærilegt. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið á dögunum í mótmælaskini við því að ekki hefði verið undað í kjaradeildunni í marga daga. Vísir/Vilhelm „Hún er með einhverfu og skertan þroska og rútínan, þjálfunin og leikskólaumhverfið er henni nauðsynlegt.“ Það sé ógjörningur fyrir hana og eiginmann hennar og hvað þá ömmuna, sem hefur tekið mestan þungann, að sinna þeim eins og þau eiga skilið alla daga. „Veita þeim örvunina sem þau þurfa, leika, fara út, sækja tíma í þjálfun út í bæ og svo margt fleira.“ Dóttir hennar þurfi aðstoð allan daginn og sömu sögu sé að segja um drenginn unga. Allir búnir að missa geðheilsuna „Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn er að gera neitt? Hvers vegna komast báðir aðilar upp með að ásaka hvort annað á ómálefnalegann hátt um lygar á Facebook eins og vitleysingar? Og svo virðist vera fundað eftir hentisemi af og til þegar eðlilegt væri að gera það allan sólarhringinn þangað til komist er að niðurstöðu.“ Allir heimili hennar séu búnir að missa geðheilsuna vegna álags og rótleysis. Verkfallið hefur ekki aðeins áhrif á börn og fjölskyldur þeirra. Ruslatunnur í Reykjavík hafa fyllst í verkfallinu. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki í sumarfríi heldur sinnum við líka 100% vinnu á meðan. Á hverjum bitnar þetta allt? Eins mikið og maður reynir að láta það ekki gera það, börnunum! Vill að Dagur og Sólveig hegði sér eins og fullorðið fólk Hún biðlar til formanna Eflingar og borgarstjóra að taka sig saman í andlitinu. „Í guðanna bænum Efling, Sólveig Anna Jónsdóttir, Reykjavíkurborg og Dagur B. Eggertsson fariði að taka þessu alvarlega og leysið þetta STRAX eins og fullorðnu fólki sæmir! Ef þið höfðuð ekki hugsað ykkur það viljiði þá allavega sýna þá skynsemi og umhyggju að veita undanþágu til barna með fullan stuðning á leikskóla og barna sem búa við erfiðar aðstæður?“ Það er helst að frétta af viðræðum Eflingar við Reykjavíkurborg að boðað hefur verið til fundar klukkan fjögur í dag eftir átta daga hlé á viðræðum. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur. Hún sé bálreið yfir ástandinu þessa dagana. Má telja líklegt að Ásdís sé ekki ein á báti en hún er á meðal borgara sem finna verulega fyrir ótímabundnu verkfalli starfsmanna Reykjavíkurborgar hjá Eflingu. Hún er verulega ósátt við framtaksleysi beggja aðila en ekki hefur verið fundað í átta daga. Eðlilegt væri að funda allan sólarhringinn þangað til niðurstaða náist. „Nú verð ég bara að segja eitthvað.. ég er svo reið yfir ástandinu þessa dagana, ég er reið út í Reykjavíkurborg og ég er reið út í Eflingu,“ segir Ásdís í opnu bréfi til Dags og Sólveigar Önnu á Facebook. Óbærilegt ástand fimm ára dóttur Hún lýsir stöðu sinni. Hún eigi fimm ára dóttur með fötlun og eins og hálfs árs dreng. Þau hafi að langstærstum hluta verið heima vegna verkfalla á leikskólum undanfarnar vikur. Drengurinn ungi eigi erfitt með rótið eins og flest börn en ástand fimm ára dótturinnar sem er með fötlun sé óbærilegt. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið á dögunum í mótmælaskini við því að ekki hefði verið undað í kjaradeildunni í marga daga. Vísir/Vilhelm „Hún er með einhverfu og skertan þroska og rútínan, þjálfunin og leikskólaumhverfið er henni nauðsynlegt.“ Það sé ógjörningur fyrir hana og eiginmann hennar og hvað þá ömmuna, sem hefur tekið mestan þungann, að sinna þeim eins og þau eiga skilið alla daga. „Veita þeim örvunina sem þau þurfa, leika, fara út, sækja tíma í þjálfun út í bæ og svo margt fleira.“ Dóttir hennar þurfi aðstoð allan daginn og sömu sögu sé að segja um drenginn unga. Allir búnir að missa geðheilsuna „Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn er að gera neitt? Hvers vegna komast báðir aðilar upp með að ásaka hvort annað á ómálefnalegann hátt um lygar á Facebook eins og vitleysingar? Og svo virðist vera fundað eftir hentisemi af og til þegar eðlilegt væri að gera það allan sólarhringinn þangað til komist er að niðurstöðu.“ Allir heimili hennar séu búnir að missa geðheilsuna vegna álags og rótleysis. Verkfallið hefur ekki aðeins áhrif á börn og fjölskyldur þeirra. Ruslatunnur í Reykjavík hafa fyllst í verkfallinu. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki í sumarfríi heldur sinnum við líka 100% vinnu á meðan. Á hverjum bitnar þetta allt? Eins mikið og maður reynir að láta það ekki gera það, börnunum! Vill að Dagur og Sólveig hegði sér eins og fullorðið fólk Hún biðlar til formanna Eflingar og borgarstjóra að taka sig saman í andlitinu. „Í guðanna bænum Efling, Sólveig Anna Jónsdóttir, Reykjavíkurborg og Dagur B. Eggertsson fariði að taka þessu alvarlega og leysið þetta STRAX eins og fullorðnu fólki sæmir! Ef þið höfðuð ekki hugsað ykkur það viljiði þá allavega sýna þá skynsemi og umhyggju að veita undanþágu til barna með fullan stuðning á leikskóla og barna sem búa við erfiðar aðstæður?“ Það er helst að frétta af viðræðum Eflingar við Reykjavíkurborg að boðað hefur verið til fundar klukkan fjögur í dag eftir átta daga hlé á viðræðum.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira