Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 14:28 Starfsfólk Arion banka í Borgartúni fylgdist með komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í Höfða í fyrra. Vísir/Vilhelm Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. Í tilkynningu frá SSF segir að niðurstaða EFTA gæti haft áhrif á allan íslenskan vinnumarkað og er því um gríðarlega stórt hagsmunamál að ræða. Samhliða kvörtuninni sendir SSF erindi til velferðarráðherra og velferðarnefndar Alþingis. Í bréfinu er rifjuð upp hópuppsögn í Arion banka þann 26. september síðastliðinn þar sem 102 var sagt upp. Telur SSF að lokinni skoðun sinni á uppsögnunum ljóst að Arion banki hefði ekki virt skyldu sína til samráðs með raunhæfum hætti og þannig brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé einnig ljóst að lögin hafi ekki að geyma nein raunhæf réttarúrræði til að bregðast við brotum á borð við þetta. Bannað að segja sálu frá Uppsagnarferlinu í september er lýst í bréfinu en þar kemur fram að svo virðist sem ekki hafi haft raunverulegt samráð við trúnarðarmann starfsmanna eins og lög geri ráð fyrir. Einum trúnaðarmanni hafi verið tilkynnt óformlega viku fyrr að til skoðunar væri að segja upp ótilgreindum fjölda. Sami trúnaðarmaður hafi svo verið kallaður á fund stjórnenda 25. september og honum tilkynnt nánar um fyrirhugaðar uppsagnir daginn eftir. Þar hafi verið að tilkynna trúnaðarmanninum orðinn hlut og hann ekki haft neinn möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanatöku bankans. „Enda var aldrei ætlun bankans að hleypa fulltrúum starfsmanna að því borði. Trúnaðarmanninum var auk þess bannað að segja sálu frá vitneskju sinni um fyriráætlanir bankans með vísun til innherjareglna - og þannig komið í veg fyrir að hann gæti ráðfært sig t.a.m. við sitt stéttarfélag.“ Breyta fjöldaviðmiðum SSF telur ljóst að málefni hópuppsagna þyrftu að heyra undir Félagsdóm, sæta refsiábyrgð og þar með vera rannsökuð af lögreglu eða færa í lög ákvæði þess efnis að uppsögn einstaks starfsmanns sem sagt er upp í hópuppsögn taki ekki gildi fyrr en eftir raunverulegt samráð. Loks hljóti að þurfa að breyta lögum um fjöldaviðmið hópuppsagna þannig að fyrirtæki geti ekki dreift uppsögnum yfir nokkur mánaðarmót. Þannig ætti að skoða hópuppsagir frekar með tilliti til tólf mánaða en ekki eins mánaðar í senn.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49 Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 26. september 2019 22:49
Langstærsta einstaka uppsögnin í banka síðan í hruninu Formaður SSF segir að þetta sé skelfilegur dagur og að breyta þurfi löggjöfinni. 26. september 2019 11:37