Anníe Mist og Katrín Tanja eiga von á sinni „dóttur“ í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Samstarfsverkefni íslensku CrossFit heimsmeistaranna Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðsdóttur verður frumsýnt í næsta mánuði en báðar sögðu þær frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki aðeins tvöfaldir heimsmeistarar í CrossFit og einu gullverðlaunahafar Íslands á heimsleikunum í CrossFit því þær eru líka miklar vinkonur og samstarfsaðilar. Nú ætlar þær að stíga eitt skref lengra í að markaðssetja hugtakið „Dóttir“ en þær boða að nýja samstarfsverkefni þeirra komi fram á nýju Instagram síðunni @dottir. Anníe Mist hefur þegar komið að því að búa til æfinguna „Dóttir“ sem keppt var á CrossFit stórmótinu í Dúbaí og Katrín Tanja gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári. Anníe Mist er fyrsta dóttirin sem skapaði sér nafn í CrossFit heiminum en Katrín Tanja fylgdi árangri hennar síðan eftir og vakti enn meiri athygli á styrkleika íslensku dætranna. Nú ætla þær tvær að vinna saman og eru báðar greinilega mjög spenntar fyrir því að kynna sínar hugmyndir fyrir heiminum. „Svo mikið af hugmyndum og svo mikið að hlutum sem við viljum deila með ykkur og öllum heimilunum. Þetta er loksins að lifna við hjá okkur,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram @dottir - So many ideas, so many things we want to share with you and the world - finally starting to come to life We are always stronger together then we are apart All updates will be posted on @dottir #dottir #enjoylife #strong A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Mar 4, 2020 at 5:28am PST „Við erum alltaf sterkari saman en þegar við erum einar á ferð,“ skrifar Anníe Mist líka í pistli sínum og þar má sjá myndir af þeim Katrínu Tönju saman, bæði að faðmast en líka að standandi á höndum í takt. Það má búast við því að samstarfsverkefni þeirra tengist eitthvað alþjóðlega Reykjavík CrossFit mótinu sem fer fram í Reykjavík frá 3. til 5. apríl næstkomandi. Það er þó meira ágiskun en eitthvað annað. Þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari í CrossFit í annað skiptið árið 2016 hafði hún jafnað afrek Anníe Mistar og unnið tvö ár í röð. Þá hafði engin önnur kona orðið tvisvar sinnum heimsmeistari en síðan hefur Tia-Clair Toomey komist fram úr þeim báðum. Nú er Anníe Mist í barnsburðarleyfi og Katrín Tanja er að vinna sig til baka úr bakmeiðslum sem höfðu meðal annars af henni CrossFit mótið í Dúbaí. Þrátt fyrir meiðslin þá er Katrín Tanja samt búin að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum „The Open“ þar sem hún var í hópi tuttugu efstu. Anníe Mist var það líka en gaf eftir sætið sitt þegar hún varð ólétt. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Reykjavík CrossFit Championship í úrvalshóp Reykjavík CrossFit Championship mótið í apríl næstkomandi komst inn í úrvalshóp þeirra móta sem bjóða upp á sæti á heimsleikunum næsta haust. 20. febrúar 2020 08:30 Anníe Mist ræðir meðgönguna og framhaldið: Missti lystina á morgunmatnum Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum "Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. 12. febrúar 2020 09:30 Fyrsta CrossFit dóttirin er að fara að eignast dóttur Anníe Mist Þórisdóttir opinberaði það í Youtube viðtali við Rory Mckernan að hún viti kyn barnsins síns sem er vona á í ágústmánuði. Hún ræðir þar hvernig hún hugsar sér að æfa með meðgöngunni og hvað taki við eftir hana. 2. mars 2020 08:00 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Samstarfsverkefni íslensku CrossFit heimsmeistaranna Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrínar Tönju Davíðsdóttur verður frumsýnt í næsta mánuði en báðar sögðu þær frá því á samfélagsmiðlum sínum í gær. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki aðeins tvöfaldir heimsmeistarar í CrossFit og einu gullverðlaunahafar Íslands á heimsleikunum í CrossFit því þær eru líka miklar vinkonur og samstarfsaðilar. Nú ætlar þær að stíga eitt skref lengra í að markaðssetja hugtakið „Dóttir“ en þær boða að nýja samstarfsverkefni þeirra komi fram á nýju Instagram síðunni @dottir. Anníe Mist hefur þegar komið að því að búa til æfinguna „Dóttir“ sem keppt var á CrossFit stórmótinu í Dúbaí og Katrín Tanja gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári. Anníe Mist er fyrsta dóttirin sem skapaði sér nafn í CrossFit heiminum en Katrín Tanja fylgdi árangri hennar síðan eftir og vakti enn meiri athygli á styrkleika íslensku dætranna. Nú ætla þær tvær að vinna saman og eru báðar greinilega mjög spenntar fyrir því að kynna sínar hugmyndir fyrir heiminum. „Svo mikið af hugmyndum og svo mikið að hlutum sem við viljum deila með ykkur og öllum heimilunum. Þetta er loksins að lifna við hjá okkur,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram @dottir - So many ideas, so many things we want to share with you and the world - finally starting to come to life We are always stronger together then we are apart All updates will be posted on @dottir #dottir #enjoylife #strong A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Mar 4, 2020 at 5:28am PST „Við erum alltaf sterkari saman en þegar við erum einar á ferð,“ skrifar Anníe Mist líka í pistli sínum og þar má sjá myndir af þeim Katrínu Tönju saman, bæði að faðmast en líka að standandi á höndum í takt. Það má búast við því að samstarfsverkefni þeirra tengist eitthvað alþjóðlega Reykjavík CrossFit mótinu sem fer fram í Reykjavík frá 3. til 5. apríl næstkomandi. Það er þó meira ágiskun en eitthvað annað. Þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari í CrossFit í annað skiptið árið 2016 hafði hún jafnað afrek Anníe Mistar og unnið tvö ár í röð. Þá hafði engin önnur kona orðið tvisvar sinnum heimsmeistari en síðan hefur Tia-Clair Toomey komist fram úr þeim báðum. Nú er Anníe Mist í barnsburðarleyfi og Katrín Tanja er að vinna sig til baka úr bakmeiðslum sem höfðu meðal annars af henni CrossFit mótið í Dúbaí. Þrátt fyrir meiðslin þá er Katrín Tanja samt búin að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum „The Open“ þar sem hún var í hópi tuttugu efstu. Anníe Mist var það líka en gaf eftir sætið sitt þegar hún varð ólétt.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32 Reykjavík CrossFit Championship í úrvalshóp Reykjavík CrossFit Championship mótið í apríl næstkomandi komst inn í úrvalshóp þeirra móta sem bjóða upp á sæti á heimsleikunum næsta haust. 20. febrúar 2020 08:30 Anníe Mist ræðir meðgönguna og framhaldið: Missti lystina á morgunmatnum Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum "Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. 12. febrúar 2020 09:30 Fyrsta CrossFit dóttirin er að fara að eignast dóttur Anníe Mist Þórisdóttir opinberaði það í Youtube viðtali við Rory Mckernan að hún viti kyn barnsins síns sem er vona á í ágústmánuði. Hún ræðir þar hvernig hún hugsar sér að æfa með meðgöngunni og hvað taki við eftir hana. 2. mars 2020 08:00 23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. 4. febrúar 2020 07:32
Reykjavík CrossFit Championship í úrvalshóp Reykjavík CrossFit Championship mótið í apríl næstkomandi komst inn í úrvalshóp þeirra móta sem bjóða upp á sæti á heimsleikunum næsta haust. 20. febrúar 2020 08:30
Anníe Mist ræðir meðgönguna og framhaldið: Missti lystina á morgunmatnum Anníe Mist Þórisdóttur stendur í dag á miklum tímamótum á sínum CrossFit ferli en hún er barnshafandi og þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í haust. Anníe ræddi meðgönguna og framhaldið í hlaðvarpsþættinum "Make PODS Great Again“ og gaf þar mikla innsýn í líf sitt sem barnshafandi íþróttakonu. 12. febrúar 2020 09:30
Fyrsta CrossFit dóttirin er að fara að eignast dóttur Anníe Mist Þórisdóttir opinberaði það í Youtube viðtali við Rory Mckernan að hún viti kyn barnsins síns sem er vona á í ágústmánuði. Hún ræðir þar hvernig hún hugsar sér að æfa með meðgöngunni og hvað taki við eftir hana. 2. mars 2020 08:00
23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu. 10. febrúar 2020 10:00