Sport

23 ára áströlsk stelpa græðir á barnaláni Anníe Mistar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Madeline Sturt keppti á sínum fjórðu heimsleikum á síðasta ári þá aðeins 22 ára gömul.
Madeline Sturt keppti á sínum fjórðu heimsleikum á síðasta ári þá aðeins 22 ára gömul. Mynd/CrossFit Games

Anníe Mist Þórisdóttir var búin að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust en hún er ófrísk og missir því að leikunum. Sæti hennar fer til Ástralíu en ekki til annarrar íslenskar CrossFit konu.

Anníe Mist Þórisdóttir á að eiga þremur dögum eftir að heimsleikunum lýkur og verður því að gefa eftir sætið sitt á leikunum. Anníe Mist vann sæti sitt í gegnum opna hlutann en hún varð í 2. sæti í „The Open“ á eftir Söru Sigmundsdóttur.

Tuttugu efstu stelpurnar, sem eru ekki búnar að vinna sér inn þátttökurétt annars staðar, fá boð á heimsleikana í Madison.

Sú sem var númer 21 fyrir tilkynninguna frá Anníe Mist í síðustu viku var ástralska stelpan Madeline Sturt. Sæti Anníe er ekki tengt Íslandi á neinn hátt og fer því væntanlega alla leið til Ástralíu.







Madeline Sturt er 23 ára gömul og hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum. Hún endaði í 22. sæti á síðustu leikur og datt út í niðurskurðinum eftir fimmtu grein. Árið á undan náði hún sínum besta árangri þegar hún varð í 20. sæti.

Madeline Sturt varð í 38. sæti í The Open og fjórða hæsta af löndum sínum frá Ástralíu. Þær 37 sem voru á undan henni eru allar búnar að tryggja sér sitt sæti.

Árangur Madeline í „The Open“ var örugglega smá vonbrigði en hún var að skipta um þjálfara fyrir þetta tímabil. Hún ætlaði líka að vinna sér þátttökurétt í gegnum eitthvað af mótunum sem hún keppir á fram á vor.

Það hafði ekki tekist hjá henni á móti í Argentínu í desember en fram undan voru mót í Ástralíu í bæði mars og maí. Nú getur hún farið pressulaus inn á þau og byrjað að undirbúa sig fyrir að toppa á heimsleikunum í ágúst.

Tvær íslenskar konur eru öruggar með farseðil á heimsleikana fyrir utan Anníe Mist en það eru Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Björgvin Karl Guðmundsson er einu karlinn sem er öruggur með farseðil á leikana.

Það er hins vegar mörg mót eftir til að tryggja sig inn og þar á meðal eitt sem fer fram á Íslandi í aprílmánuði.














Tengdar fréttir

Anníe Mist: Ég er með stór markmið og stór plön

Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×