Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 07:32 Anníe Mist Þórisdóttir. vísir Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Sjá meira
Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Sjá meira