Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2020 09:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ritaði bréfið ásamt kollegum sínum á Norðurlöndum fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins. Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins.
Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42