Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2020 09:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ritaði bréfið ásamt kollegum sínum á Norðurlöndum fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins. Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins.
Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42