Nýtt sterafrumvarp fjallar ekki um neytendur Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2017 16:12 "Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra.“ Vísir/Getty Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira