Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 20:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira
Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Sjá meira