Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:35 Jille Biden (í grænu) hélt mótmælendum sem ruddust upp á sviðið í Los Angeles frá eiginmanni sínum með valdi. Mótmælendurnir hrópuðu „Látið mjólkuriðnaðinn deyja“. AP/Marcio Jose Sanchez Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46