Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 16:36 Flugfreyja hjá Icelandair við störf. Myndin er úr kynningarefni fyrirtækisins. Icelandair Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi.
Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12