Innlent

Borist fjöl­margar til­kynningar um veikindi sjó­far­enda

Eiður Þór Árnason skrifar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er til taks ef flytja þarf kórónuveirusmitaða á sjúkrahús.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er til taks ef flytja þarf kórónuveirusmitaða á sjúkrahús. Vísir/vilhelm

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar náði í sýni til Vestmannaeyja um síðustu helgi og áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar eru til taks ef flytja þarf kórónuveirusmitaða á sjúkrahús í Reykjavík, er fram kemur í tilkynningu frá gæslunni.

Varðstjórar hafa að undanförnu verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála.

„Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og séu varar um sig ef vart verður við veikindi um borð í skipum. Það er afar jákvætt að skipverjar séu á varðbergi ef grunur er um smit um borð.“

Þá eru varðstjórar stjórnstöðvar sagðir hafa staðið frammi fyrir ýmsum nýjum áskorunum sem krefjist aukins samstarf við fjölmarga aðila og að samstarfið hafi verið til fyrirmyndar.

Sjósókn umhverfis landið er sögð góð en um þrjú hundruð skip og bátar voru á miðunum klukkan níu í gærmorgun. Varðskipin Þór og Týr eru bæði við eftirlit á hafinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×