Tímabærar breytingar á kennaramenntun 26. nóvember 2007 20:55 Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, segir fyrirhugaðar breytingar í nýju menntafrumvarpi sem til stendur að leggja fram vera tímabærar og í takt við þróunina í nágrannalöndum okkar. Eins og greint var frá í fréttum RÚV í kvöld verður kennaranám í núverandi mynd lagt af á næstu árum og til stendur að krefjast meistaragráðu af kennurum framtíðarinnar. Fjögur ný frumvörp munu vera á teikniborðinu hjá menntamálaráðuneytinu og ná þau til leik-, grunn- og framhaldsskóla. Elna Katrín sat í nefnd sem fjallaði um framtíðarskipan kennaramentunnar og segir hún einhug hafa ríkt í nefndinni um tillögur í þessa veru. Elna Katrín hefur enn ekki séð frumvörpin sem ekki hafa verið lögð fram en hún segir að breyting af þessu tagi sé tímabær og hún geri í raun ekki annað en að svara sambærilegum kröfum og gerðar eru í nágrannalöndum okkar. Hún bendir á þá staðreynd að kennaramenntun á Íslandi sé styttri en í flestum samanburðarlöndum. Hún bendir einnig á að kennarastarfið sé sífellt að verða fjlóknara og fjölþættara og að vinnuumhverfi kennara hafi tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Aðspurð hvaða áhrif þessi breyting muni hafa á núverandi kennara segir Elna Katrín það útilokað að réttindi verði tekin af fólki, hugsunin sé alls ekki að gjaldfella menntun og starfsreynslu núverandi kennara auk þess sem stór hluti kennara hafi í raun aflað sér frekari menntunar með framhaldsnámi eða símenntun. Elna Katrín segist vona að frumvörpin fari greiða leið í gegnum umræður á Alþingi og bendir á að athyglisvert hafi verið að hve mikill einhugur var í starfi nefndarinnar sem skilaði inn hugmyndum til menntamálaráðherra á sínum tíma. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, segir fyrirhugaðar breytingar í nýju menntafrumvarpi sem til stendur að leggja fram vera tímabærar og í takt við þróunina í nágrannalöndum okkar. Eins og greint var frá í fréttum RÚV í kvöld verður kennaranám í núverandi mynd lagt af á næstu árum og til stendur að krefjast meistaragráðu af kennurum framtíðarinnar. Fjögur ný frumvörp munu vera á teikniborðinu hjá menntamálaráðuneytinu og ná þau til leik-, grunn- og framhaldsskóla. Elna Katrín sat í nefnd sem fjallaði um framtíðarskipan kennaramentunnar og segir hún einhug hafa ríkt í nefndinni um tillögur í þessa veru. Elna Katrín hefur enn ekki séð frumvörpin sem ekki hafa verið lögð fram en hún segir að breyting af þessu tagi sé tímabær og hún geri í raun ekki annað en að svara sambærilegum kröfum og gerðar eru í nágrannalöndum okkar. Hún bendir á þá staðreynd að kennaramenntun á Íslandi sé styttri en í flestum samanburðarlöndum. Hún bendir einnig á að kennarastarfið sé sífellt að verða fjlóknara og fjölþættara og að vinnuumhverfi kennara hafi tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Aðspurð hvaða áhrif þessi breyting muni hafa á núverandi kennara segir Elna Katrín það útilokað að réttindi verði tekin af fólki, hugsunin sé alls ekki að gjaldfella menntun og starfsreynslu núverandi kennara auk þess sem stór hluti kennara hafi í raun aflað sér frekari menntunar með framhaldsnámi eða símenntun. Elna Katrín segist vona að frumvörpin fari greiða leið í gegnum umræður á Alþingi og bendir á að athyglisvert hafi verið að hve mikill einhugur var í starfi nefndarinnar sem skilaði inn hugmyndum til menntamálaráðherra á sínum tíma.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira