Telja brotið á mannréttindum mannsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:54 Fjölskylda manns með margþættan fíkni- og geðvanda telur Landspítalann brjóta á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum með því að neita manninum um viðeigandi aðstoð. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild án úrræða og fór aftur á götuna í neyslu. Móðir og systir handteknar á geðdeild fyrir að mótmæla útskrift Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum fjölluðum við um fjölskyldu manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði með dómi og endaði hann í kjölfarið aftur á götunni. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans. Maðurinn hefur reynt að leita aftur eftir viðeigandi aðstoð en var vísað frá.Kristinn, faðir mannsins, segir að heimilið sé eins og sjúkrahús.Vísir/ Stöð 2Vita ekki hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið Fjölskyldan segist ekki vita hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið. En erfiðlega hefur gengið hjá þeim að fá fund með forstjóra spítalans. Fjölskyldan telur sig geta bent á allt að tíu lögbrot sem áttu sér stað við útskrift mannsins. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni fréttastofu neitar spítalinn að tjá sig. „Að útskrifa fólk með flókin geðræn vandamál og margar sjúkdómsgreiningar og er jafnvel þar að auki svipt sjálfræði, að útskrifa slíkt fólk á götuna aftur og aftur gengur ekki,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Fjölskyldan sér um manninn og segir faðir hans heimilið vera eins og sjúkrahús.Kristinn vísar í Stjórnarskrána, máli sínu til stuðnings.Vísir/stöð 2„Hann er fárveikur“ „Hann er ekki í neyslu þessa dagana en er mjög órólegur. Við skiptumst á að gæta hans, þetta tekur mjög á heilsu allra í fjölskyldunni. Þessi sjúkdómur er þannig að hann leggst á alla fjölskylduna. Móðir hans er mjög máttfarin eftir þetta allt saman,“ segir hann um ástandið. Að mati Kristins er brot á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum að útskrifa fólk á götuna og bendir hann á 76. grein stjórnarskrárinnar: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Hann er fárveikur. Við höfum ríkisspítala sem ræður ekki við að hjálpa ákveðnum hópi sjúklinga, þrátt fyrir að hann eigi að gera það. Bæði í stjórnarskrá og í lögum eru skýr ákvæði að fólki eins og honum ber að hjálpa,“ bendir Kristinn á. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fjölskylda manns með margþættan fíkni- og geðvanda telur Landspítalann brjóta á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum með því að neita manninum um viðeigandi aðstoð. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild án úrræða og fór aftur á götuna í neyslu. Móðir og systir handteknar á geðdeild fyrir að mótmæla útskrift Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum fjölluðum við um fjölskyldu manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði með dómi og endaði hann í kjölfarið aftur á götunni. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans. Maðurinn hefur reynt að leita aftur eftir viðeigandi aðstoð en var vísað frá.Kristinn, faðir mannsins, segir að heimilið sé eins og sjúkrahús.Vísir/ Stöð 2Vita ekki hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið Fjölskyldan segist ekki vita hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið. En erfiðlega hefur gengið hjá þeim að fá fund með forstjóra spítalans. Fjölskyldan telur sig geta bent á allt að tíu lögbrot sem áttu sér stað við útskrift mannsins. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni fréttastofu neitar spítalinn að tjá sig. „Að útskrifa fólk með flókin geðræn vandamál og margar sjúkdómsgreiningar og er jafnvel þar að auki svipt sjálfræði, að útskrifa slíkt fólk á götuna aftur og aftur gengur ekki,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Fjölskyldan sér um manninn og segir faðir hans heimilið vera eins og sjúkrahús.Kristinn vísar í Stjórnarskrána, máli sínu til stuðnings.Vísir/stöð 2„Hann er fárveikur“ „Hann er ekki í neyslu þessa dagana en er mjög órólegur. Við skiptumst á að gæta hans, þetta tekur mjög á heilsu allra í fjölskyldunni. Þessi sjúkdómur er þannig að hann leggst á alla fjölskylduna. Móðir hans er mjög máttfarin eftir þetta allt saman,“ segir hann um ástandið. Að mati Kristins er brot á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum að útskrifa fólk á götuna og bendir hann á 76. grein stjórnarskrárinnar: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Hann er fárveikur. Við höfum ríkisspítala sem ræður ekki við að hjálpa ákveðnum hópi sjúklinga, þrátt fyrir að hann eigi að gera það. Bæði í stjórnarskrá og í lögum eru skýr ákvæði að fólki eins og honum ber að hjálpa,“ bendir Kristinn á.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira