Telja brotið á mannréttindum mannsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 19:54 Fjölskylda manns með margþættan fíkni- og geðvanda telur Landspítalann brjóta á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum með því að neita manninum um viðeigandi aðstoð. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild án úrræða og fór aftur á götuna í neyslu. Móðir og systir handteknar á geðdeild fyrir að mótmæla útskrift Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum fjölluðum við um fjölskyldu manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði með dómi og endaði hann í kjölfarið aftur á götunni. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans. Maðurinn hefur reynt að leita aftur eftir viðeigandi aðstoð en var vísað frá.Kristinn, faðir mannsins, segir að heimilið sé eins og sjúkrahús.Vísir/ Stöð 2Vita ekki hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið Fjölskyldan segist ekki vita hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið. En erfiðlega hefur gengið hjá þeim að fá fund með forstjóra spítalans. Fjölskyldan telur sig geta bent á allt að tíu lögbrot sem áttu sér stað við útskrift mannsins. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni fréttastofu neitar spítalinn að tjá sig. „Að útskrifa fólk með flókin geðræn vandamál og margar sjúkdómsgreiningar og er jafnvel þar að auki svipt sjálfræði, að útskrifa slíkt fólk á götuna aftur og aftur gengur ekki,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Fjölskyldan sér um manninn og segir faðir hans heimilið vera eins og sjúkrahús.Kristinn vísar í Stjórnarskrána, máli sínu til stuðnings.Vísir/stöð 2„Hann er fárveikur“ „Hann er ekki í neyslu þessa dagana en er mjög órólegur. Við skiptumst á að gæta hans, þetta tekur mjög á heilsu allra í fjölskyldunni. Þessi sjúkdómur er þannig að hann leggst á alla fjölskylduna. Móðir hans er mjög máttfarin eftir þetta allt saman,“ segir hann um ástandið. Að mati Kristins er brot á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum að útskrifa fólk á götuna og bendir hann á 76. grein stjórnarskrárinnar: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Hann er fárveikur. Við höfum ríkisspítala sem ræður ekki við að hjálpa ákveðnum hópi sjúklinga, þrátt fyrir að hann eigi að gera það. Bæði í stjórnarskrá og í lögum eru skýr ákvæði að fólki eins og honum ber að hjálpa,“ bendir Kristinn á. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Fjölskylda manns með margþættan fíkni- og geðvanda telur Landspítalann brjóta á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum með því að neita manninum um viðeigandi aðstoð. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild án úrræða og fór aftur á götuna í neyslu. Móðir og systir handteknar á geðdeild fyrir að mótmæla útskrift Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum fjölluðum við um fjölskyldu manns sem á við alvarlegan fíkni- og geðvanda að stríða. Maðurinn var útskrifaður af geðdeild með skömmum fyrirvara, þrátt fyrir að vera sviptur lögræði með dómi og endaði hann í kjölfarið aftur á götunni. Móðir og systir mannsins voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift hans. Maðurinn hefur reynt að leita aftur eftir viðeigandi aðstoð en var vísað frá.Kristinn, faðir mannsins, segir að heimilið sé eins og sjúkrahús.Vísir/ Stöð 2Vita ekki hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið Fjölskyldan segist ekki vita hvort þau séu þreyttari á baráttunni við sjúkdóminn eða kerfið. En erfiðlega hefur gengið hjá þeim að fá fund með forstjóra spítalans. Fjölskyldan telur sig geta bent á allt að tíu lögbrot sem áttu sér stað við útskrift mannsins. Þrátt fyrir ítrekaða beiðni fréttastofu neitar spítalinn að tjá sig. „Að útskrifa fólk með flókin geðræn vandamál og margar sjúkdómsgreiningar og er jafnvel þar að auki svipt sjálfræði, að útskrifa slíkt fólk á götuna aftur og aftur gengur ekki,“ segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Fjölskyldan sér um manninn og segir faðir hans heimilið vera eins og sjúkrahús.Kristinn vísar í Stjórnarskrána, máli sínu til stuðnings.Vísir/stöð 2„Hann er fárveikur“ „Hann er ekki í neyslu þessa dagana en er mjög órólegur. Við skiptumst á að gæta hans, þetta tekur mjög á heilsu allra í fjölskyldunni. Þessi sjúkdómur er þannig að hann leggst á alla fjölskylduna. Móðir hans er mjög máttfarin eftir þetta allt saman,“ segir hann um ástandið. Að mati Kristins er brot á viðurkenndum mannréttindarsjónarmiðum að útskrifa fólk á götuna og bendir hann á 76. grein stjórnarskrárinnar: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Hann er fárveikur. Við höfum ríkisspítala sem ræður ekki við að hjálpa ákveðnum hópi sjúklinga, þrátt fyrir að hann eigi að gera það. Bæði í stjórnarskrá og í lögum eru skýr ákvæði að fólki eins og honum ber að hjálpa,“ bendir Kristinn á.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira