Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 16:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, og Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans á upplýsingafundi í dag. Vísir/vilhelm Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Fimm tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar verið greindir hér á landi. Þeir eru allir á fimmtugs og sextugsaldri að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Tvö sýni reyndust jákvæð um hádegisbil og eftir hádegið hafa þrjú jákvæð bæst við. Öll fjórtán eiga það sameiginlegt að hafa smitast erlendis. Fólkið er ekki alvarlega veikt. Ellefu þeirra komu í flugi frá Verona á Norður Ítalíu og þrír í flugi frá München í Þýskalandi og voru þau að koma frá Austurríki. Fólkið er nú í einangrun. Sá sem fyrst smitaðist er útskrifaður af Landspítala og er nú heima í sóttkví. Smitrannsóknateymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sóttvarnalæknis er að störfum. Samtals hafa þau haft samband við um 300 einstaklinga síðastliðna daga. Í dag voru 29 sýni rannsökuð á Landspítala, þar af reyndust fimm fyrrnefnd tilfelli jákvæð. Frá upphafi hafa um 180 sýni verið rannsökuð. Í kringum 300 manns eru í sóttkví á landinu öllu. Mikilvægt að gæta vel að hreinlæti Á upplýsingafundi Samhæfingarstöðvar fyrir fjölmiðla fjallaði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag. Már hvatti almenning til að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Hann lýsti einkennum kórónuveirunnar í samanburði við hina árlegu inflúensu. Einkennin eru ekki ólík en það er til bóluefni og meðferðarmöguleikar þegar kemur að inflúensu. Kórónuveiran er ný veira og beita þarf einangrun og sóttkví þar til búið verður að þróa bóluefni. Um 80 prósent þeirra sem greinast með COVID-19 fá væg einkenni, um 15 prósent verða veik með hita og einkenni hliðstæð inflúensu en um 5% veikjast alvarlega. Veiran getur lifað á yfirborði hluta í 1-9 daga og er því mikilvægt að gæta vel að almennu hreinlæti. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrði langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID-19. Nauðsynlegt er að horfa af yfirvegun fram i tímann. Við erum í upphitun fyrir verkefni næstu mánaða. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallaði um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Umfjöllun getur valdið kvíða og er því mikilvægt að foreldrar sýni sérstaka aðgát í návist barna. Varast sögusagnir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Lifa eðlilegu lífi og halda ró sinni við þessar óvenjulegu aðstæður.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira