Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:34 Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Vísir/vilhelm Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28