Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2025 15:32 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir lýðræðið í húfi. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira