Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. febrúar 2020 20:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan.
Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira