Mega vinna tímabundið á leyfis 13. október 2005 19:12 Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. Lettarnir tveir störfuðu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka frá byrjun febrúar til 11. apríl. Þeir störfuðu hjá fyrirtækinu á forsendum þjónustusamnings sem gerður var við starfsmannaleiguna Vislandia í Lettlandi og var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að vinna hér án atvinnuleyfis. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að um rétt Lettana til að vinna á Íslandi hafi gilt ákvæði um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið hér á landi á vegum erlendra fyrirtækja. Öllum borgurum ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sé heimilt að starfa hér tímabundið vegna þjónustuviðskipta. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að með dómnum sé kennisetningum Vinnumálastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar um þessi mál kollvarpað og samkvæmt dóminum geti allir ríkisborgarar innan EES, hvort sem það eru gömul eða ný ríki, starfað á Íslandi án atvinnuleyfis. Sveinn segir hugsanlegt að nú færist það í vöxt að hingað komi fólk frá öðrum löndum Evrópu til að starfa hér um skemmri tíma. Það sé einfaldlega þannig að fólk annars staðar frá Evrópu megi koma hingað til að starfa í þrjá mánuði eða skemur. Þá telur hann að í ljósi dómsins í dag sé rétt að endurskoða nýlegan dóm yfir tveim útlendingum á Suðurlandi. Honum finnst enn fremur að dómurinn í dag sé áfellisdómur yfir ákæruvaldið á Suðurlandi þar sem menn hafi verið dæmdir verjendalausir fyrir nákvæmlega sömu sakagiftir og þeir séu eftir ítarlega og vandaða málsmeðferð sýknaðir af á Austurlandi. Það sé umhugsunarefni hvort útlendingar fái lakari meðferð í réttarkerfinu en Íslendingar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira