Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 16:51 Menn klifra yfir girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AP/Ramon Espinosa Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna. Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna.
Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira