Borgarráð vill koma í veg fyrir lóðabrask 3. maí 2007 06:45 Lóðaverð er afar mismunandi eftir sveitarfélögum, og er talsvert lægra á Akureyri og Egilsstöðum en á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Vilhelm Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira