Borgarráð vill koma í veg fyrir lóðabrask 3. maí 2007 06:45 Lóðaverð er afar mismunandi eftir sveitarfélögum, og er talsvert lægra á Akureyri og Egilsstöðum en á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Vilhelm Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Reykjavík Rætt verður hvaða reglur munu gilda um úthlutun lóða í Reykjavík á fundi borgarráðs í dag. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ráðsins, segir að þar sem lóðirnar verði seldar talsvert undir kostnaðarverði þurfi að setja reglur til að koma í veg fyrir lóðabrask. Fulltrúar meirihlutans hafa lagst yfir reglur sem önnur sveitarfélög hafa beitt við lóðaúthlutun, þær aðferðir sem Reykjavíkurborg hefur beitt á undanförnum árum, og úrskurði félagsmálaráðuneytising um ákveðnar útfærslur. „Það hefur ekki fundist hin fullkomna aðferð, en við hyggjumst koma þessu þannig fyrir að þetta verði gagnsæjar og sanngjarnar reglur þannig að fólk sitji við sama borð. Markmiðið er að allir geti fengið lóð sem vilja, og þess vegna reynum við að auka framboðið,“ segir Björn Ingi. Ákveðið hefur verið að lóðir í Reykjavík verði seldar á föstu verði óháð stærð, og þurfa þeir sem byggja einbýlishús í nýjum hverfum borgarinnar að greiða 11 milljónir króna fyrir lóð. Þetta er nokkuð meira en greitt er fyrir lóðir í nýjum hverfum í Hafnarfirði. Við síðustu úthlutun þurftu þeir sem ætluðu sér að byggja á Völlunum eða í Áslandshverfi þannig að greiða um 9.400 krónur á hvern lóðarfermetra, auk ýmissa fastra gjalda. Kostnaðurinn var því um 6,4 milljónir fyrir 650 fermetra lóð, eða 8,8 milljónir fyrir 900 fermetra lóð. Í Garðabæ eru lóðir seldar á verði sem nálgast það að vera markaðsverð, segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri bæjarins. Sem dæmi var 900 fermetra lóð í Garðahrauni úthlutað á 16,2 milljónir króna fyrr á árinu. Slík lóð fengist fyrir um 4,1 milljón á Akureyri og 2,3 milljónir á Egilsstöðum. Ekki er hægt á þessari stundu að sundurgreina fyrir fjölmiðla hvaða kostnaði borgin verði fyrir sem liggi til grundvallar þeim verðmiða sem settur er á lóðir, segir Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. „Við erum að áætla ákveðinn stofnkostnað hverfana, sem getur auðvitað verið breytilegur frá hverfi til hverfis, en við erum að reyna að láta lóðirnar standa undir því.“ Hann segir að inni í lóðaverðinu séu gatnagerðargjöld, en ekki ýmis þjónustugjöld og byggingarleyfisgjöld. Gjöldunum sé ekki eingöngu ætlað að standa undir gatnagerð, heldur einnig uppbyggingu innviða nýrra hverfa, svo sem grunnskóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira. Björn Ingi bendir á að þegar lóðum í fyrsta áfanga Úlfarsárdals hafi verið úthlutað á síðasta kjörtímabili hafi lóðaverðið verið á bilinu 18-23 milljónir króna, en hliðstæðum eða stærri lóðum verði á næstunni úthlutað fyrir 11 milljónir króna.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira