Einstakt samband Baldvins og Védísar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2018 21:00 Einstakt samband hefur skapast á milli þrettán ára hestastelpu í Ölfusi og hestsins Baldvins sem er orðinn 22 ára gamall og ætti að vera komin í frí frá keppnum sökum aldurs. Það er þó ekki raunin því þau sigra allar keppnir sem þau taka þátt í. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi snýst allt um hesta þar sem Védís Sigurðardóttir, heimasætan á bænum hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn á keppnisvellinum með hestinn Baldvin sem er 22 vetra sem lítur þó alls ekki út fyrir að vera orðinn svona gamall. Védís og Baldvin þjálfa sig jafnt saman í reiðhöllinni á Sunnuhvoli eða á túninu við bæinn. „Hann er mjög skemmtilegur hestur og hann er með mjög mikinn karakter. Hann hefur eiginlega kennt mér allt sem ég kann á hestbaki“, segir Védís og bætir við að þrátt fyrir háan aldur sé Baldvin í mjög góðu standi enda hefur alltaf verið hugsað mjög vel um hann sem skiptir mjög miklu máli. Védís passar að kemba Baldvin vel á hverjum degi og eftir reiðtúra fer hann á sérstakt víbragólf í hesthúsinu þar sem hann stendur rólegur undir hitalömbum.Védís hefur nánast unnið allar keppnir sem hún hefur keppt í á Baldvini síðustu ár en hún hefur séð um þjálfun hans síðustu fimm ár.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAnna Björg Níelsdóttir, móðir Védísar segir samband stelpunnar og Baldvins einstakt. „Það er rosalega gott samband á milli þeirra og hann leitar eftir henni, bæði í hesthúsinu og þegar það er verið á mótum. Hesturinn er svo vakandi fyrir umhverfinu að hann leitar í styrk til Védísar sem segir okkur að það er sterkt samband á milli knapa og hests“.En ef einhver býður rosalega gott verð í Baldvin og vill kaupa hann, er hann þá til sölu? „Nei, klárlega ekki, hann verður það aldrei“, segir Védís. Anna Björk segir að Baldvin sé sérvitrasti hesturinn á Sunnuhvoli því hann þolir ekki þegar aðrir en Védís eru að vinna í kringum hann, t.d. þegar Siggi, pabbi Védísar er í smíðasvuntunni með málbandið sitt þá hættir Baldvin alltaf að éta heyið sitt og snýr sér öfugt í stíunni. Í lokin má geta þess að Védís á að fermast í vor, og hvað haldið þið, auðvitað verður fermingarveislan haldin í hesthúsinu í nálægð við Baldvin og hina hestana í húsinu. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli þrettán ára hestastelpu í Ölfusi og hestsins Baldvins sem er orðinn 22 ára gamall og ætti að vera komin í frí frá keppnum sökum aldurs. Það er þó ekki raunin því þau sigra allar keppnir sem þau taka þátt í. Á bænum Sunnuhvoli í Ölfusi snýst allt um hesta þar sem Védís Sigurðardóttir, heimasætan á bænum hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn á keppnisvellinum með hestinn Baldvin sem er 22 vetra sem lítur þó alls ekki út fyrir að vera orðinn svona gamall. Védís og Baldvin þjálfa sig jafnt saman í reiðhöllinni á Sunnuhvoli eða á túninu við bæinn. „Hann er mjög skemmtilegur hestur og hann er með mjög mikinn karakter. Hann hefur eiginlega kennt mér allt sem ég kann á hestbaki“, segir Védís og bætir við að þrátt fyrir háan aldur sé Baldvin í mjög góðu standi enda hefur alltaf verið hugsað mjög vel um hann sem skiptir mjög miklu máli. Védís passar að kemba Baldvin vel á hverjum degi og eftir reiðtúra fer hann á sérstakt víbragólf í hesthúsinu þar sem hann stendur rólegur undir hitalömbum.Védís hefur nánast unnið allar keppnir sem hún hefur keppt í á Baldvini síðustu ár en hún hefur séð um þjálfun hans síðustu fimm ár.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonAnna Björg Níelsdóttir, móðir Védísar segir samband stelpunnar og Baldvins einstakt. „Það er rosalega gott samband á milli þeirra og hann leitar eftir henni, bæði í hesthúsinu og þegar það er verið á mótum. Hesturinn er svo vakandi fyrir umhverfinu að hann leitar í styrk til Védísar sem segir okkur að það er sterkt samband á milli knapa og hests“.En ef einhver býður rosalega gott verð í Baldvin og vill kaupa hann, er hann þá til sölu? „Nei, klárlega ekki, hann verður það aldrei“, segir Védís. Anna Björk segir að Baldvin sé sérvitrasti hesturinn á Sunnuhvoli því hann þolir ekki þegar aðrir en Védís eru að vinna í kringum hann, t.d. þegar Siggi, pabbi Védísar er í smíðasvuntunni með málbandið sitt þá hættir Baldvin alltaf að éta heyið sitt og snýr sér öfugt í stíunni. Í lokin má geta þess að Védís á að fermast í vor, og hvað haldið þið, auðvitað verður fermingarveislan haldin í hesthúsinu í nálægð við Baldvin og hina hestana í húsinu.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira