Markmiðið var alltaf að komast af örorkubótum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2019 10:30 Hlynur fæddist með tíu prósent sjón. Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Hlynur Þór Agnarsson fæddist í Reykjavík árið 1988. Fjölskyldan flutti þó á Kirkjubæjarklaustur fljótlega þar sem Hlynur er alinn upp. „Ég útskrifast í raun heilbrigður af spítalanum en þegar ég er tveggja mánaða gruna mömmu og pabba að ég sé með eitthvað tengt sjóninni. Ég horfi ekki alveg á hluti og er meira að horfa í gegnum þá og þeim finnst eins og ég sjái allt í móðu,“ segir Hlynur í Íslandi í dag í gær en læknirinn grunaði að Hlynur væri með bráðagláku og var hann því sendur til Reykjavíkur. „Þar greinist ég með þennan albínisma,“ segir Hlynur og þá kom í ljós að hann væri aðeins með tíu prósent sjón. Foreldrum var samt sem áður ráðlagt að ofvernda hann ekki. „Ekki setja mig í einhverja sápukúlu. Ég fékk alveg að hlaupa á veggi og fékk að detta. Mamma sagði að ég hefði komið á korters fresti inn með skurði og skrámur. Ég stóð alltaf upp og hélt áfram, ég var bara eins og hinir krakkarnir.“ Hann segist vera heppinn að hafa alist upp úti á landi í litlu samfélagi.Ekkert einelti „Ég man ekki eftir neinu einelti eða stríðni sem virkilega beit. Ég hefði fótbolta, körfubolta og frjálsar og gerði bara allt sem mig langaði til að gera. Ég fékk frelsi og traust frá foreldrum mínum til að gera það.“ Hlynur segir að móðir sín hafi sífellt haft áhyggjur af sér. „Þetta var bara ákvörðun sem þau tóku, að leyfa honum bara að spjara sig og ég er mjög þakklátur fyrir það í dag.“ Hann segir að þegar í menntaskóla var komið hafi feluleikurinn byrjað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands. „Þarna ert þú kominn á unglingsaldurinn og það skipti mig rosalega miklu máli að fólk væri ekki að spá í því hvort ég væri með sjónskerðingu. Það var nóg að vera skjannahvítur með skjannahvítt hár, þó að flestir myndu halda að það myndi smellpassa inn í Versló,“ segir Hlynur sem er 75 % öryrki. „Ég þigg ekki bætur lengur því ég er að vinna. Á námsárunum var ég að þiggja bætur og mér fannst ákveðin skömm í því. Þörfin fyrir því að vera eins og allir hinir er svo rosalega mikil og það sem stjórnaði mér þarna. Mitt helsta markmið í lífinu var að losna af bótum.“ Í dag á Hlynur konu og einn dreng og lífið leikur við hann eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira