Nágrönnum ofbýður yfirfullir nytjagámar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Fatnaður af ýmsum toga leyndist í hrúgunni. Eigandi ætlaði þeim annað líf hjá nauðþurftafólki en fötin enda væntanlega í ruslinu. fréttablaðið/anton brink Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira