Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum