Heimsmeistari frá 1986: Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir liðið í dag en Maradona var 1986 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 12:30 Lionel Messi og Diego Maradona. Samsett/Getty Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira