Innlent

Stóra Bubbamálið krufið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.

Bítið er á sínum stað á þessum bjarta föstudagsmorgni. Það hefst venju samkvæmt klukkan 6:50, stendur til klukkan 10 og má horfa á hér að neðan. 

Í þættinum í dag fá þeir Heimir og Gulli til sín fulltrúa verkefnisins Styrkjum Ísland sem miðar að því að styðja við ferðaþjónustuna og um leið bjóða Íslendingum upp á ódýra hótelgistingu í sumar. 

Íslandsbanki er byrjaður að gefa út brúarlán og verður Birna Einarsdóttir bankastjóri á línunni. Þá munu góðir gestir fara yfir fréttir vikunnar en það er af nógu að taka. 

Æsa Sigurjónsdóttir dósent við HÍ mun koma og ræða stóra Bubba-sígarettumálið sem tröllreið öllu í gær. 

Þá mun Bítið fjalla um nýja könnun sem sýnir að 16 prósent Íslendinga hendi rusli í klósettið. Helst sé um að ræða fólk á fertugsaldri og eru karlar nokkuð verri í þessum efnum.

Þetta og meira til í Bítinu sem má sjá hér að neðan, á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir og auðvitað á Bylgjunni.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán

Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×