Viðskipti innlent

Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. Brúarlán eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki vegna efnahagslegra afleiðinga Covid-19.

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka segir að Íslenska ríkið muni gangast í ábyrgð fyrir allt að 70% af fjárhæð brúarlána en fyrirtæki þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði.

„Það er gott að samningar séu að nást enda mikilvægt að styðja við fyrirtækin í landinu sem eru í erfiðri stöðu. Nú þegar samningur við Seðlabankann er í höfn förum við á fulla ferð að vinna að útfærslu brúarlánanna svo hægt sé að koma til móts við þau fyrirtæki sem uppfylla viðeigandi skilyrði. Við höfum lengi sagt að við viljum vera hreyfiafl í samfélaginu og það er ekki síst á svona krefjandi tímum sem þess er þörf,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í fréttatilkynningu.

Ekki kemur fram hvenær byrjað verður að veita lánin en sagt að nánari upplýsingar verði birtar þegar frekari útfærsla liggi fyrir.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.