Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2014 12:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur aðrar hugmyndir um baráttu kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“ Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“
Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04
Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13