Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 07:13 Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira