Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 20:31 Það eru stór og umfangsmikil mál sem koma til kasta Alþingis vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða. Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Önnur umræða um fjáraukalög 2020 stendur yfir á Alþingi þessa stundina. Í því frumvarpi sem nú er til umræðu er ekki gert ráð fyrir hækkun útgjaldaheimilda vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar um stuðning við fyrirtæki vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti og vegna framlengingar á hlutabótaúrræðinu svokallaða. Tekið verður tillit til þess kostnaðar í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem að öllum líkindum kemur til kasta þingsins í næstu viku, eftir að það frumvarp sem nú er til umfjöllunar hefur verið afgreitt. Stefnt er að því að það frumvarp gangi til þriðju umræðu á mánudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. Það verður þriðja frumvarpið til fjáraukalaga 2020 sem lagt verður fram sem tengist viðbrögðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. SÁÁ fái 30 milljónir Gert er ráð fyrir 13,2 milljarða króna útgjaldaaukningu í því frumvarpi til fjáraukalaga 2020 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Að teknu tilliti til breytingatillagna meirihluta fjárlaganefndar hækkar upphæðin í 13,7 milljarða en nefndin leggur til að 512 milljónum til viðbótar verði varið í þágu ýmissa verkefna. Þær fela í sér meðal annars að gert verði ráð fyrir 200 milljóna einskiptisframlagi í Rannsóknarsjóð til að efla fjármögnun til vísindafólks, 30 milljónum verði varið til starfsemi SÁÁ, 157 milljónum verði bætt við til að fullfjármagna hlutdeild ríkissjóðs vegna samninga sveitarfélaga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og 100 milljónum verði bætt við til að tryggja að starfsemi verndaðra vinnustaða skerðist ekki sökum heimsfaraldursins. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að útgjaldaheimild verði aukin um 512 milljónir til viðbótar við þá 13,2 milljarða sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um er að ræða nokkrar einskiptisaðgerðir.Vísir/Hafsteinn Þá verði 25 milljónum bætt við til að styrkja ýmis félagasamtök sem styðja við viðkvæma hópa, til að mynda hjálparstofnanir sem annast matarúthlutanir. Þá er gerð breytingatillaga sem er tæknilegs eðlis og varðar framlög til sprota- og nýsköpunarsjóðsins Kríu. Með frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir útgjaldaheimild upp á 13,2 milljarða sem skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi vegna félagslegra aðgerða að upp á 8,4 milljarða, í öðru lagi vegna nýsköpunar og þróunar upp á 2,3 milljarða og í þriðja lagi vegna lokunarstyrkja sem áætlaðir eru 2,5 milljarðar. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar felldar Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Frumvarpið er annar liður í aðgerðum stjórnvalda vegna þeirra efnahagslegu áfalla sem heimsfaraldur covid-19 hefur í för með sér, og varðar meðal annars þau mál sem tekin eru fyrir í því frumvarpi til fjáraukalaga sem nú er til umfjöllunar. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ekki þykir líklegt að breytingatillögur stjórnarandstöðunnar vegna fjáraukalaga verði samþykktar heldur í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu síðar í kvöld. Stefnt er að því að bæði bandormurinn og fjáraukalögin gangi til þriðju umræðu á Alþingi strax eftir helgi. Nýtt frumvarp til fjáraukalaga komi síðan til kasta þingsins í framhaldinu þar sem tekið verður tillit til hlutabótaleiðar og greiðslu hluta launa á uppsagnarfresti, alls upp á 63 milljarða.
Alþingi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira