Innlent

Hálfdán dró Jónínu í land

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/hafþór gunnarsson
Báturinn Hálfdán Einarsson frá Bolungarvík kom til hafnar með línuveiðibátinn, Jónínu Brynju, en eldur kviknaði í vélarrúmi bátsins út af Aðalvík fyrr í kvöld.

Á eftir Hálfdáni var Gunnar Friðriksson, björgunarbátur, frá Ísafirði en allir sluppu ómeiddir eftir atburðarrás kvöldsins.

Vaktstöð siglinga barst aðstoðarbeiðni frá línuveiðibát sem var á landleið þegar eldur kviknaði í vélarrúmi út af Aðalvík.

Þrír skipverjar voru um borð og sáu þeir í myndavélum þegar vélarrúmið fylltist af reyk. Lokuðu þeir þá vélarrúminu og ræstu sjálfvirkan slökkvibúnað.

visir/hafþór gunnarsson
visir/hafþór gunnarsson

Tengdar fréttir

Eldur í línuveiðibát

Klukkan 19:07 barst Vaktstöð siglinga aðstoðarbeiðni frá línuveiðibát sem var á landleið þegar eldur kviknaði í vélarrúmi út af Aðalvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×