Dóttur Helgu Möller boðið hlutverk í Hollywood-mynd 17. nóvember 2010 06:00 Elísabetu var boðið hlutverk í kvikmyndinni Suicide Club en er hrædd um að ekkert verði af brottför hennar til Hollywood. Fréttablaðið/GVA „Þetta á held ég að vera einhver táningatryllingsmynd, voða týpiskt," segir Elísabet Ormslev, dóttir söngkonunnar Helgu Möller og gömlu fótboltakempunnar Péturs Ormslev. Elísabetu var á dögunum boðið að leika í hryllingsmynd sem framleidd verður í Hollywood. Bandarískur handritshöfundur að nafni Chris Broms fann Elísabetu á Facebook og leist vel á útlit hennar. Hann hafði samband við hana og sendi henni handritið í kjölfarið. „Ég er ekki búin að lesa allt handritið yfir, það er frekar langt. Myndin á að heita Suicide Club og snýst aðallega um eina stelpu, en það eru nokkrar aðalpersónur í myndinni," segir Elísabet, sem telur sig þó ekki hafa átt að fá neitt aðalhlutverk. Spurð að því hvort að hún ætli að slá til, segist Elísabet vera mjög skeptísk á tilboðið. „Ég er svo hrædd við þetta. Ég er svo hrædd um að ég komi út og svo er þetta einhver klámmynd, einhver hryllingsklámmynd. Ég myndi allavega ekki fara þangað út án þess að hafa mömmu með mér," segir Elísabet hlæjandi. Hún segir að þótt hún samþykki ekki að leika í kvikmyndinni, sé það ákveðinn heiður að vera beðin um að leika í Hollywood-kvikmynd. „Ég er einhver sautján ára íslensk stelpa í Reykjavík og er bara spurð: Hey, viltu leika í Hollywood?," segir Elísabet og hlær. - kristjana@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Þetta á held ég að vera einhver táningatryllingsmynd, voða týpiskt," segir Elísabet Ormslev, dóttir söngkonunnar Helgu Möller og gömlu fótboltakempunnar Péturs Ormslev. Elísabetu var á dögunum boðið að leika í hryllingsmynd sem framleidd verður í Hollywood. Bandarískur handritshöfundur að nafni Chris Broms fann Elísabetu á Facebook og leist vel á útlit hennar. Hann hafði samband við hana og sendi henni handritið í kjölfarið. „Ég er ekki búin að lesa allt handritið yfir, það er frekar langt. Myndin á að heita Suicide Club og snýst aðallega um eina stelpu, en það eru nokkrar aðalpersónur í myndinni," segir Elísabet, sem telur sig þó ekki hafa átt að fá neitt aðalhlutverk. Spurð að því hvort að hún ætli að slá til, segist Elísabet vera mjög skeptísk á tilboðið. „Ég er svo hrædd við þetta. Ég er svo hrædd um að ég komi út og svo er þetta einhver klámmynd, einhver hryllingsklámmynd. Ég myndi allavega ekki fara þangað út án þess að hafa mömmu með mér," segir Elísabet hlæjandi. Hún segir að þótt hún samþykki ekki að leika í kvikmyndinni, sé það ákveðinn heiður að vera beðin um að leika í Hollywood-kvikmynd. „Ég er einhver sautján ára íslensk stelpa í Reykjavík og er bara spurð: Hey, viltu leika í Hollywood?," segir Elísabet og hlær. - kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira