Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:24 Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Vísir/vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“