Lífið

Komdu út úr skelinni á Thorvaldsen í hádeginu

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir.

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðja Collection og talsmaður

Alþjóðlegu athafnavikunar stendur fyrir áhugaverðum viðburði sem

hefur verið nefndur Komdu út úr skelinni með PowerTalk á Thorvaldsen í hádeginu dag milli klukkan 12 - 13.

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er talsmaður Alþjóðlegrar athafnaviku

sem Innovit, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur stendur fyrir þessa

vikuna, 15. - 21. nóvember.

Alþjóðleg athafnavika er orðin stærsta hvatningarátak nýsköpunar í heiminum og eru íslenskir talsmenn vikunnar í hópi með Barack Obama, Hillary Clinton, Karli Bretaprins og Richard Branson. Íslenskir talsmenn hér á landi ásamt Sigrúnu Lilju eru meðal annars Jón Gnarr borgarstjóri, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Sigsteinn P. Grétarsson forstjóri Marel, Simma og Jóa stofnendur Hamborgararfabrikunnar svo nokkrir séu nefndir.

Sigrún Lilja er einnig félagi í PowerTalk á Íslandi sem er

einstaklingsmiðuð þjálfun í tjáningu, virkjar fólk til þáttöku

í umræðum, býður leiðtogaþjálfun og eykur færni við kynningar og

fundarstjórnun. Sigrún gekk í PowerTalk samtökin haustið 2007 og hafa samtökin hjálpað henni mikið við að öðlast reynslu og færni í sínu frumkvöðlastarfi og ræðumennsku en hún stendur fyrir í hádeginu á morgun 17. nóvember fyrir PowerTalk viðburði.

Allir eru velkomnir en þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vija kynna sér starfið og samtökin nánar.

Sigrún Lilja og aðrir félagar munu segja frá starfinu og deila

reynslusögum hvernig samtökin hafa aðstoðað viðkomandi að ná lengra í leik og starfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.