Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:00 Þórhildur Sunna segist vona að það takist að ljúka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs fyrir þinglok í sumar. Vísir/samsett mynd Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“ Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira