Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. maí 2018 07:30 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Reykjavíkurborg fjarlægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundargerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjárhagsaðstoð hjá borginni. Í fundargerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grundvelli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira