Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2020 09:00 Demantshringurinn er svona. Mynd/Markaðsstofa Norðurlands Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“ Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. Demantshringurinn hefur lengi verið til en að undanförnu hefur mikil vinna farið í að markaðssetja hringinn, þar sem finna má nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nýtt merki hringsins var kynnt á föstudaginn. „Tilgangurinn er að ramma þetta inn til að við getum búið til sterkt og öflugt vörumerki og vöru fyrir þessa áfangastaði sem eru á þessu svæði,“ segir Björn H. Reynisson, verkefnaastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands sem hefur umsjón með verkefninu. Björn H. Reynisson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands.Mynd/Tryggvi Páll. Merkið á að vera samnefnari fyrir demant og hring og geta ferðaþjónustuaðilar á svæðinu nýtt sér það og annað kynningarefni sér að kostnaðarlausu til þess að laða að ferðamenn. Markmiðið er þó ekki að moka ferðamönnum í dagsferðir á svæðið. „Alls ekki. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vara sem eigi að taka þrjá til fimm daga að gera og því að það er svo mikið í boði, það er svo mikið hægt að sjá og gera þannig að við teljum að þetta sé alls ekki dagsferð,“ segir Björn. Helsti faratálminn á hringnum hefur verið Dettifossvegur. Ljúka á endurbótum á honum í sumar. Heimamenn hafa mjög kvartað yfir því að vegurinn sé ekki mokaður á veturna. Óvíst er hvort það breytist næsta vetur. „Eins og staðan er í dag já, þá verður það vandamál. Við ætlum að sjálfsögðu þegar vegurinn verður tilbúinn og malbikaður að gera kröfu um að það verði aukin tíðni á veturnar að opna og við teljum það lykilhagsmunamál á svæðinu öllu, ekki bara fyrir ferðamenn heldur fyrir alla að þessi leið verði opinn yfir veturinn.“
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40 Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Loksins komið að því að ljúka Dettifossvegi Meira en áratug eftir að framkvæmdir hófust sér loksins fyrir endann á lagningu nýs Dettifossvegar. Tilboð í gerð síðasta áfangans hafa nú verið opnuð hjá Vegagerðinni. 19. júní 2019 21:40
Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. 26. maí 2019 21:00