Innlent

Ræddu útlendingamál fram yfir miðnætti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alþingismenn vörðu gærkvöldinu í þinghúsinu.
Alþingismenn vörðu gærkvöldinu í þinghúsinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um hið umdeilda frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra. Þingfundur stóð langt fram á kvöld eða til klukkan 00:05. Enn eru þingmenn á mælendaskrá frumvarpsins og var umræðunni því frestað. 

Sjá einnig: Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar

Ungir jafnaðarmenn sendu í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpið er fordæmt og skorað á ráðherra að draga það til baka. Þá er fullyrt að frumvarpið, sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn, hafi í för með sér að stór hópur fólks muni eiga enga von á að fá alþjóðlega vernd á Íslandi.

„Þá lýsa Ungir jafnaðarmenn yfir gífurlegum vonbrigðum yfir því að Vinstrihreyfingin - grænt framboð leyfi harðneskjulegri útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins að ráða för í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu UJ.


Tengdar fréttir

Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á nýlegum útlendingalögum á Alþingi í gær. Þingflokkur vinstri grænna setur fyrirvara við frumvarpið og styður ekki aukna sjálfvirkni í afgreiðslu mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×