Ráðherra getur verið sóttur til saka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 21:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira