Ráðherra getur verið sóttur til saka Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 21:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ætlar að segja sig frá málefnum sem hafa með ákæruvald og dómstóla að gera, meðan dómsmál stendur yfir gegn aðstoðarmanni hennar, Gísla Frey Valdórssyni. Um verkaskiptingu milli ráðuneyta er fjallað í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Fyrir liggur að liðir 2 og 3 í 4. gr. úrskurðarins munu færast yfir til annars ráðherra. Undir ákæruvald falla meðal annars embætti ríkissaksóknara og embætti sérstaks saksóknara, en undir dómstóla falla meðal annars dómstólaráð, dómnefnd um hæfi umsækjenda um dómarastörf og nefnd um dómarastörf. Björg Thorarensen, lagaprófessor og sérfræðingur í stjórnskipunarrétti, segir það á hendi forsætisráðherra að meta hvernig og hvert þessi málefni verði flutt. „Þetta er reyndar mjög óvenjulegt mál, að svona stórir málaflokkar eða málefni, séu fluttir eitthvað annað um einhver ótilgreindar tíma. Ég teldi rétt við þessar aðstæður að það yrði þá gerð þessi breyting með forsetaúrskurði sem að forsætisráðherra gerir tillögu um til forseta og breyti núverandi forsetaúrskurði,“ segir Björg. Hefur þessi staða komið upp áður? „Ég þekki engin dæmi þess að svo umfangsmiklir málaflokkar hafi verið færðir frá ráðherra, til einhvers annars ráðherra,“ segir Björg. Björg bendir á að samkvæmt 7. gr. laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna. „Það eru gerðar mjög ríkar kröfur til ásetnings ráðherra í slíku tilviki en það er ekki útilokað. Og að því leytinu til er skiljanlegt, og auðvitað óheppilegt, að þarna er það undirmaður ráðherra sem er ákærður fyrir mál sem eru unnin innan ráðuneytisins,“ segir Björg.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira