Innlent

Hannesi Hólmsteini stefnt

Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs með "ítrekuðum og grófum hætti" í fyrsta bindi ævisögu skáldsins sem kom út í fyrra. Hannesi er stefnt fyrir alls 120 atriði sem sögð eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Er þess krafist að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundarlaga sem kveða á um fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×