Hver klukkutími eins og korter 13. október 2005 15:02 Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira