Innlent

Rafmagnslaust var í hluta Kópavogs

Andri Eysteinsson skrifar
Kópavogur.
Kópavogur.

Uppfært: Rafmagn er aftur komið á.

Rafmagnslaust er í hluta Kópavogs vegna háspennubilunar en unnið er að viðgerð.

Í tilkynningu á vef Veitna segir að vonast sé til að rafmagn verði komið aftur á innan stundar.

Kópavogsbúum er bent á að slökkva á rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Uppfært 23:45. Samkvæmt Veitum er viðgerðum lokið og rafmagn aftur komið á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×