Innlent

29 sækja um sviðsstjórastöður

Átta hafa sótt um starf sviðsstjóra á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Þetta eru: Ari Matthíasson markaðsráðgjafi, Björn S. Lárusson verkefnisstjóri, Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Glúmur Baldvinsson, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, Inga Rósa Þórðardóttir, kennari við Foldaskóla og fagstjóri íslensku, Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar, og Steinunn Ketilsdóttir háskólanemi MSc. Störf fjögurra sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg voru nýlega auglýst laus til umsóknar og bárust samtals 29 umsóknir. Tveir sóttu um tvær stöður. Glúmur Baldvinsson sótti um starf sviðsstjóra á menningar- og ferðamálasviði og þjónustu- og rekstrarsviði. Steinunn Ketilsdóttir sótti um starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og þjónustu- og rekstrarsviðs. Búist er við að gengið verði frá ráðningu í störfin í borgarráði á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×