Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:14 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Lögreglan/Júlíus Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira