Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:14 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Lögreglan/Júlíus Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira