Steinþór Hróar Steinþórsson fór af stað með nýja þætti á Stöð 2 á föstudagskvöldið og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.
Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna og var sýnt frá þeirri ferð í fyrsta þættinum.
Þar fylgdust þau meðal annars með sérstöku brúðkaupi á ráðstefnunni og skellti sér á galakvöld. Í tilefni af því þurftu þau að leigja sér smekklegan klæðnað og leigðu Steindi sér jakkaföt en Bill Cosby hafði áður mætt í sömu leigu og fengið sér nákvæmlega þessi jakkaföt. Anna Svava fékk sér einstaklega smekklegan ljósbláan kjól.
Einnig mun hann skella sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.
Svo fer hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.
Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustunni sinni Sigrúnu á FetishCon.
Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.